Það er mjög einfalt að tengja Office365 við Manor svo að upplýsingar úr Outlook (tölvupóstur og/eða dagatalsupplýsingar )streymi á milli kerfanna. Það þýðir að atburðir á dagatalinu þínu í Outlook streyma yfir í Manor og upplýsingar um mótttakanda og sendanda í tölvupósti sem og fyrrisögn bréfa verður að tillögum að tímaskráningum.


Til þess að tengja Office365 við Manor þá ferðu í nafnið þitt efst í Manor. Velur svo Tengingar í valmyndinni til vinstri.


 

Þar sérðu Microsoft Office 365 í listanum. Smellir þar á Tengjast.



Þá hefst ferli þar sem þú gefur Manor leyfi til að sækja og senda gögn inn í Office365 reikninginn þinn.


Í ferlinu þarftu fyrst að velja hvaða Office365 reikning þú vilt tengja.



Því næst þarftu að staðfesta að Manor megi sækja og senda gögn í Office365 reikninginn þinn.




Þar þarftu að samþykkja með því að smella á Yes

Til þess að geta nýtt dagatalstengingu og tölvupósttengingu þá þarftu að haka við 


Maintain access to data you have given Manor access to

  • Þessi réttindi eru til þess að Manor geti átt samskipti við Microsoft hvenær sem kerfunum hentar. Ef þú færð til dæmis póst og Manor nýtir þær upplýsingar til að útbúa tillögu að tímaskráningu, þá gerist það sjálfvirkt þó að þó sért hvorki fyrir framan Outlook né Manor.


Read your profile

  • Manor getur séð nafn þitt og netfang hjá Outlook. Það er gert svo að þú getir valið stillingar í Manor hvað varðar tenginguna.


Have full access to your calendars

  • Þetta er gert svo hægt sé að sækja og skrifa gögn í dagatalið þitt í Outlook. Manor nálgast þannig atburði sem þú skráir í Outlook og sendir inn atburði sem þú skráðir í Manor - og öfugt. Þessi réttindi tryggja að dagatölin séu eins á báðum stöðum.


Read your mail

  • Þetta þarf svo hægt sé að nýta tölvuóstsamskipti til þess að útbúa tillögur að tímaskráningum. Athugið að Manor sækir aðeins nafn sendanda og viðtakanda og fyrirsögn (subject) bréfa. Meginmál (message body) er ekki sótt og hefur Manor ekki aðgang að þeim gögnum í Office365.



Þegar búið er að smella á Yes flystu aftur yfir í Manor og sérð þá þennan glugga og getur nú stillt tenginguna.





Hér geturðu stillt eftirfarandi:


Virkja dagatalstengingu

  • Hér ákveður þú hvort þú viljir að Manor sæki og skrái atburði í Outlook Calendar hjá þér. Atburðir birtast þá á báðum stöðum, í Manor atburðadagatali og í Outlook Calendar. Þú getur áfram notað Outlook Calendar eins og þú gerðir áður, tengingin hefur engin áhrif á hefðbundna notkun eða aðrar stillingar.


Tengd dagatöl

  • Hér velurðu hvaða dagatal þú vilt að Manor sæki atburði í og birti í Manor. Oftast er það sama dagatal og þú velur í næsta reit, sem heitir Manor dagatal.


Manor dagatal

  • Hér velurðu hvaða dagatal þú vilt að Manor skráir atburði í sem þú skráir í Manor. Sumir eru með sér dagatal fyrir vinnutengda atburði en arðri með eitt fyrir vinnu og frítíma.


Virkja tölvupósttengingu

  • Hér stýrir þú því hvort pósttengingin sé virk. Ef hún er virk þá fylgist Manor með póstum sem þú ert með í vinnslu (drafts), póstum sem þú tókst á móti (recieved) og póstum sem þú hefur sent (sent). Þær upplýsingar notar Manor svo til þess að útbúa tillögur að tímaskráningum.



Hvaða gögn eru sótt frá Outlook?

Manor er með lifandi tengingu við Office365 og veit um leið og eitthvað gerist í tölvupóstinum. Það þýðir að:

  • Uppkast að tölvupósti mun koma sem tillaga að tímaskráningu í Manor.
  • Sendur póstur mun koma sem tillaga að tímaskráningu í Manor.
  • Lesinn póstur mun koma sem tillaga að tímaskráningu í Manor.
  • Engir aðrir atburðir í tölvupósti valda tillögum.


Athugið að ólesinn póstur veldur ekki tillögum að tímaskráningum.


Hvaða hlutar tölvupósta eru sóttir?

Manor sækir aðeins sendanda pósts, móttakendur og yfirskrift hans (subject).

Innihald tölvupóstanna, meginmál (body) er hvorki sótt né geymt.


Hver getur séð póstinn minn?

Aðeins þú getur séð þær tillögur sem unnar eru upp úr atburðum í tölvupóstinum þínum. Engir aðrir notendur hafa aðgang og stjórnendur og kerfisstjórar hjá þínu fyrirtæki geta ekki séð þínar tillögur að tímaskráningum.


Hvað gerist ef ég aftengi Office365?

Ef þú vilt aftengja Office365 frá Manor þá ferðu í nafnið þitt, velur Tengingar og smellir á Breyta við Office365 tenginguna. Þar sérðu hnappinn Aftengjast og smellir á hann. 



Þá birtast tveir möguleikar. 

  • Aftengjast
    Þá er tengingin við Microsoft rofin og engin frekari gögn verða sótt. Öll gögn sem þegar höfðu verið sótt verða áfram í Manor svo sem atburðir út dagatali og upplýsingar um aðila að tölvupóstum.

  • Aftengjast og eyða viðburðum.
    Þá er tengingin við Office365 rofin og engin frekari gögn verða sótt. Öllum gögnum sem þegar höfðu verið sótt verður einnig eytt. Það þýðir að allir atburðir sem Manor sótti til Office365 og eru í dagatalinu þínu í Manor verður eytt úr Manor. Engu verður eytt hjá Outlook og atburðir þínir verða áfram þar.


Gastu ekki tengst?

Ef þú gast ekki tengst þá er líklegt að Outlook hjá þér sé ekki hýst með þeim hætti sem möglegt er að tengja við Manor. Manor nýtir Microsoft Graph API til þess að eiga örugg samskipti við Outlook tölvupóst og dagatöl notenda sem vilja tengja þau við Manor. Það er aðeins mögulegt í þeim tilvikum sem Outlook er hýst með tilteknum hætti, svo sem:


  • Office 365
  • Exchange Online (hýst í Azure)
  • Exchange Server í hybrid deployments (on-premise but somehow connected to Azure)
  • Einstaklingsaðgangar á Outlook.com


Ekki er hægt að tengja eldri uppsetningu af Outlook sem hýst er innanhúss.


  • On-premise Exchange Server in a classic non-hybrid deployment


Flestir þjónustuveitendur bjóða notendum sínum að færa sig inn í einhverja af skýjalausnum sem nefndar eru hér að ofan og styðja Microsoft Graph API.