Þú getur mjög auðveldlega búið til atburði eða verkefni í Manor. Það kemur sér vel þegar kemur að því að skipuleggja mætingar, það sem þarf að gera og annað.


  • Atburður er eitthvað sem þú þarft að mæta á. Hann hefur dagsetningu og tímasetningu og er markaður af upphafi og endi. Dæmigerður atburður væri fundur. Sjáðu hér hvernig þú stofnar atburð í Manor eða sjáðu hvernig þú getur tengt Outlook við Manor og fengið atburði til að flæða á milli.

  • Verkefni er með skýra afmarkaða verklýsingu á því sem þarf að gera. Það getur haft skilafrest í formi dagsetningar og tímasetningar. Þá er hægt að úthluta verkefni á aðra innan fyrirtækisins. Sjáðu hérna hvernig þú stofnar verkefni í Manor.