Þegar þú þarft að gera eitthvað í máli þá heitir það verkefni. Til þess að búa til verkefni þá finnurðu hnapp efst til hægri í Manor sem heitir "Stofna mál". Sá hnappur gerir fjölda hluta og þú smellir á gogginn til hægri á hnappnum þess að sjá aðra möguleika. Þar velur þú "Stofna verkefni".


save image


Þá birtist viðmót til þess að stofna verkefnið.


save image


Aðeins er nauðsynlegt að fylla út þá reiti sem merktir eru með stjörnu * og alltaf má breyta upplýsingum verkefnis síðar.


 • Nafn verkefnis*
  • Nauðsynlegt er að gefa verkefni nafn.
 • Mál
  • Ef verkefnið tilheyrir ákveðnu máli er kjörið að velja mál. Þá sjá aðrir þátttakendur í málinu verkefnið þegar þeir skoða málið.
 • Úthlutað til*
  • Sjálfgefið er að sá sem stofnar verkefni sé sá sem framkvæmir það. Hins vegar er einfalt að úthluta verkefninu til einhvers af þátttakendum málsins. Þeir sjá það þá í sínum Manor og fá tilkynningu til sín. Þú getur svo fylgst með gangi verkefnisins með þægilegum hætti og fengið tilkynningu þegar því er lokið.
 • Dagsetning
  • Ef klára þarf verkefnið fyrir tiltekinn dag þá má skrá það hér.
 • Tímasetning
  • Ef klára þarf málið fyrir ákveðna tímasetningu má skrá það hér.
 • Fyrri áminning
  • Ef þú vilt að sá sem á að leysa verkefnið fái áminningu þá geturðu valið hana hér. Tvær eru í boði. Fyrri og seinni. Áminningar eru sendar innan 5 mínútna er hún send með tölvupósti og einnig með sms skilaboðum ef viðkomandi hefur gefið upp farsímanúmer.
 • Seinni áminning
  • Seinni áminning er eins og sú fyrri nema endurtekin á öðrum tíma.
 • Lýsing
  • Ef þú vilt gefa verkefninu lýsingu þá er kjörið að gera það hér.
 • Lokið
  • Þegar verkefninu er lokið er hakað við að því sé lokið. Síðar má taka hakið burtu ef vill.


Hver er munurinn á verkefni og atburði?

 • Verkefni hefur verklýsingu og þú getur fylgst með því hvort að því sé lokið. Þá getur þú úthlutað verkefninu á aðra og öll verkefni máls eru sýnileg á einum stað.
 • Atburður er eitthvað sem á sér stað á ákveðnum tíma, til dæmis fundur.